Viðskipti erlent

Pundið styrktist eftir tíðindi dagsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Pundið hefur styrkst lítillega í dag.
Pundið hefur styrkst lítillega í dag.

Sterlingspundið hefur styrkst í dag eftir tilkynningu forsætisráðherrans Theresu May um að boða til kosninga í Bretlandi í sumar.

Pundið hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal síðan í febrúar eða í rétt rúmar 10 vikur.

Sjá einnig: Segir útspil Theresu May afar klókt

Í aðdraganda blaðamannafundarins hafði pundið fallið um 1 prósent en það hækkaði aftur nánast um leið og May tók til máls. Það stendur nú í um 1,2675 dölum eftir að hafa hækkað um næstum prósent frá því að markaðir opnuðu í morgun. Sömu sögu er að segja um gengið gagnvart krónunni, ef marka má Kelduna hefur styrkingin numið um 0,86%.

Pundið er þó ennþá um 15% veikara en það var áður en úrslit Brexit-kosninganna í júní síðastliðnum lágu fyrir. Þá var hægt að fá um 1 og hálfan Bandaríkjadal fyrir Sterlingspundið.


Tengdar fréttir

Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0
1
154

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,63
3
68.135
SJOVA
-1,54
5
63.855
REGINN
-0,54
2
11.929
VIS
-0,53
3
39.420
REITIR
-0,11
3
45.809