Viðskipti erlent

Bein útsending: Atlas V skotið á loft

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Atlas V.
Atlas V. Skjáskot
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sýnir beint frá ræsingu geimflaugarinnar Atlas V.

Útsendinguna má sjá hér að neðan en þetta er fyrsta útsending NASA sem sjá má í 360°. Gert er ráð fyrir því að flaugin taki á loft um klukkan 15:10. 

Atlas V er um 58 metra löng og er ferðinni heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. Þangað flytur flaugin um 3 tonn af vistum og öðrum gögnum til að halda megi áfram þeim 250 rannsóknum sem unnið er að í geimstöðinni.

Nánari upplýsingar um skot dagsins má nálgast á heimasíðu NASA.

Geimskotið fer fram frá Cape Canaveral á austurströnd Flórdía og það má sjá hér að neðan sem fyrr segir.

Hér fyrir neðan má síðan sjá geimskotið í útsendingu sem er tekin með 360° myndavél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×