Lífið

Þessi drengur stal senunni á Coachella

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snillingur.
Snillingur.

Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í Kalforníu um helgina en hátíðin hefur verið haldin árlega í apríl frá árinu 1999 og stendur alltaf yfir tvær helgar í röð. Hátíðin er ein af þekktustu hátíðum heims og eru hinir ríku og frægu iðulega meðal gesta.

Stjörnurnar mæta ávallt á hátíðina eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum um helgina. Margir tónlistarmenn fóru á kostum um helgina og má þar meðal annars nefna íslenska bandið Kaleo.

Einn ungur drengur vakti sérstaka athygli á hátíðinni en hann var í sérstaklega góðum fíling á tónleikum með Migos og Drake og sást hann mjög vel í beinni sjónvarpsútsendingu frá Coachella.

Tístarar fóru strax að deila myndböndum af honum og var talað  um hressasta tónleikagestinn.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar á Coachella

Fyrsta helgi tónlistarhátíðarinnar Coachella fór fram um helgina og allar helstu stjörnurnar mættu á svæðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira