Lífið

Þessi drengur stal senunni á Coachella

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snillingur.
Snillingur.

Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í Kalforníu um helgina en hátíðin hefur verið haldin árlega í apríl frá árinu 1999 og stendur alltaf yfir tvær helgar í röð. Hátíðin er ein af þekktustu hátíðum heims og eru hinir ríku og frægu iðulega meðal gesta.

Stjörnurnar mæta ávallt á hátíðina eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum um helgina. Margir tónlistarmenn fóru á kostum um helgina og má þar meðal annars nefna íslenska bandið Kaleo.

Einn ungur drengur vakti sérstaka athygli á hátíðinni en hann var í sérstaklega góðum fíling á tónleikum með Migos og Drake og sást hann mjög vel í beinni sjónvarpsútsendingu frá Coachella.

Tístarar fóru strax að deila myndböndum af honum og var talað  um hressasta tónleikagestinn.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar á Coachella

Fyrsta helgi tónlistarhátíðarinnar Coachella fór fram um helgina og allar helstu stjörnurnar mættu á svæðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira