Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella

18. apríl 2017
skrifar

Það fór lítið fyrir vinunum Leonardi DiCaprio og Orlando Bloom á Coachella um helgina. Leikararnir hafa verið vinir lengi og skemmtu sér vel saman um helgina í góðra vina hóp. 

Yfirleitt einbeita fjölmiðlar sér að tískunni á Coachella og hvaða stjörnur hafa verið að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum frá tónlistarhátíðinni. Þeir Leo og Orlando stálu þó senunni með sinni ólíklegu vináttu og látlausum fötum, líkt og má sjá hér fyrir neðan.Orlando og Leo voru afslappaðir á Coachella.