Körfubolti

Ólafur um atvikið umdeilda: Þetta er bara ódrengileg framkoma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur tekur vítaskot í leiknum í kvöld.
Ólafur tekur vítaskot í leiknum í kvöld. vísir/ernir
„Við vorum alveg búnir að fara yfir ákveðna hluti í vörninni sem við ætluðum ekki að láta gerast en KR-ingar skora bara fyrstu tvær körfurnar á okkur þannig og það var bara saga leiksins,“ segir Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld.

Grindavík tapaði fyrir KR, 98-65, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni.

„Við höfum oft verið í úrslitum og mér fannst við alls ekkert vera eitthvað stressaðir í kvöld. Við höfum verið hérna fjórum sinnum á síðustu sjö árum og kunnum þetta bara. Það bara gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld og það fór ekkert ofan í.“

Ólafur segir að liðið hafi verið lélegt varnarlega og eytt of mikilli orku í að tuða í dómurunum.

„Við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik, það er ekkert flóknara en það. Annars refsa KR-ingar okkur bara.“

Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar Ólafur vildi meina að Brynjar Þór Björnsson hefði gefið honum olnbogaskot í hálsinn.

„Ég stend bara og hann segist ekki hafa séð hindrunina mína, en hann sá mig allan tímann. Menn þurfa bara að bera virðingu fyrir hvor öðrum og þetta er bara ódrengileg framkoma. Þetta var samt bara eitt högg og svo er þetta bara búið. Ég var meira segja búinn að gleyma þessu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×