Innlent

Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konan vann á veitingastað Subway í Vestmannaeyjum.
Konan vann á veitingastað Subway í Vestmannaeyjum. Vísir
Fyrrverandi verslunarstóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. Annað mála konunnar gegn rekstrarfélagi Subway hérlendis verður tekin fyrir í héraðsdómi í dag.

Um er að ræða tvö mál. Annars vegar mál til heimtu tveggja mánaða launa auk miskabóta, alls um 2,3 milljónir króna. Hitt málið er til greiðslu bakvaktaálags þar sem konan hafði bakvaktasíma í starfi sínu. Auk þess telur verslunarstjórinn fyrrverandi sig ekki hafa fengið greidda lágmarksútkallstíma þegar hún var kölluð út. Sú krafa nemur um átta milljónum króna.

Stjarnan ehf., sem rekur Subway, hefur ekki viljað semja við konuna þar sem félagið telur sig eiga gagnkröfu á hendur henni sem nemur samtals 1.000 klukkutímum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×