Fótbolti

Shakespeare vill meiri Meistaradeild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shakespeare faðmar Jamie Vardy eftir leik í gær.
Shakespeare faðmar Jamie Vardy eftir leik í gær. vísir/getty
Craig Shakespeare, stjóri Leicester, var stoltur eftir að lið hans hafði fallið út með sæmd í Meistaradeildinni í gær.

Þá gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid en féll úr leik þar sem fyrri leikurinn tapaðist, 1-0.

„Allt félagið frá leikmönnum til stuðningsmanna getur verið stolt,“ sagði Shakespeare eftir leikinn.

„Við velgdum þeim undir uggum með framlagi okkar og ákefð. Það er engin skömm að því að falla úr leik gegn svona öflugu liði.

„Ég sagði við leikmennina að þeir ættu að stefna á að komast í fleiri svona leiki og þeir eru allir sammála um að stefna þangað. Allir vilja þeir spila með þeim bestu og þeir bestu eru í Meistaradeildinni. Nú verðum við aftur á móti að koma okkur aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×