Viðskipti innlent

Jakob hættir sem forstjóri VÍS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jakob Sigurðsson.
Jakob Sigurðsson. vís
Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, hefur sagt starfi sínu lausi þar sem hann hefur verið ráðinn forstjóri breska félagsins Victrex plc. Jakob hefur gegn starfi forstjóra VÍS frá því í ágúst í fyrra en hann tók við af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur.

Í tilkynningu frá VÍS segir Victrex plc. sé skráð á hlutabréfamarkað í Bretlandi, það sé hluti af FTSE 250 hlutabréfavísitölunni og er markaðsverðmæti þess 250 milljarðar króna. Félagið er leiðandi í framleiðslu fjölliða (e. polymers) og telja viðskiptavinir þess meðal annars stærstu flugvéla- og snjalltækjaframleiðendur heims.

Jakob mun áfram starfa sem forstjóri VÍS á meðan stjórn fyrirtækisins vinnur að því að finna eftirmann hans.

„Það er mikil eftirsjá af frábærum og kraftmiklum samstarfsmönnum hjá VÍS. Tími minn sem forstjóri VÍS varð styttri en ég reiknaði með en tækifærið sem mér býðst nú er einfaldlega þess eðlis að því var ekki hægt að hafna. Ég hef mikla trú á þeirri vegferð sem VÍS er á og óska starfsmönnum góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru um leið og ég þakka þeim af alhug samfylgdina síðustu mánuði,“ er haft eftir Jakobi í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Svanhildur segir engin átök í stjórn VÍS

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir að engin átök séu í stjórn tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag. Þar segir að óánægja sé meðal lífeyrissjóða í hluthafahópi VÍS um að áherslur félagsins færist frá vátryggingum til aukinnar fjárfestingarstarfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×