Enski boltinn

Wilshere fótbrotinn og farinn í sumarfrí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilshere er hann meiddist í leiknum gegn Spurs.
Wilshere er hann meiddist í leiknum gegn Spurs. vísir/getty

Hinn meiðslahrjáði miðjumaður Bournemouth, Jack Wilshere, er mættur á meiðslalistann enn eina ferðina.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá fótbrotnaði hann í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi og verður þar af leiðandi ekki meira með í vetur.

Wilshere hefur verið í láni hjá Bournemouth frá Arsenal og fer aftur til síns félags í kunnuglegu standi.

Hann lenti í árekstri gegn Harry Kane í leiknum sem varð þess valdandi að hann brotnaði.

Wilshere hefur náð 27 leikjum með Bournemouth í vetur sem er líklega meira en margur átti von á.

Samningur hans við Arsenal rennur út í sumar og framhaldið er í óvissu hjá Wilshere.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira