Enski boltinn

Wilshere fótbrotinn og farinn í sumarfrí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilshere er hann meiddist í leiknum gegn Spurs.
Wilshere er hann meiddist í leiknum gegn Spurs. vísir/getty

Hinn meiðslahrjáði miðjumaður Bournemouth, Jack Wilshere, er mættur á meiðslalistann enn eina ferðina.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá fótbrotnaði hann í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi og verður þar af leiðandi ekki meira með í vetur.

Wilshere hefur verið í láni hjá Bournemouth frá Arsenal og fer aftur til síns félags í kunnuglegu standi.

Hann lenti í árekstri gegn Harry Kane í leiknum sem varð þess valdandi að hann brotnaði.

Wilshere hefur náð 27 leikjum með Bournemouth í vetur sem er líklega meira en margur átti von á.

Samningur hans við Arsenal rennur út í sumar og framhaldið er í óvissu hjá Wilshere.
Fleiri fréttir

Sjá meira