Lífið

Ragnheiður, Halla og Linda hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dagur B. Eggertsson ásamt verðlaunahöfunum Lindu Ólafsdóttur, Höllu Sverrisdóttur og Ragnheiði Eyjólfsdóttur.
Dagur B. Eggertsson ásamt verðlaunahöfunum Lindu Ólafsdóttur, Höllu Sverrisdóttur og Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Vísir/ernir

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur voru veitt við hátíðlega athöfn í dag, síðasta dag vetrar, í Höfða.

Þau eru veitt höfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn í þremur flokkum.

Í flokki frumsaminna barnabóka komu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir Skuggasögu – Undirheima, en hún er seinni hluti Skuggasögu – Arftakinn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin á árinu 2015. Vaka Helgafell gaf út.

Halla Sverrisdóttir fékk Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína á Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nove Ren Suma. Bókaútgáfan Björt gaf bókina út.

Verðlaun fyrir bestu myndskreytingu barnabókar sem kom út á árinu 2016 fékk Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna. Þetta er annað árið í röð sem Linda hlýtur þessi verðlaun fyrir myndskreytingu. Iðunn gaf bókina út.
Hér að neðan má sjá lista yfir þau tilnefndu.


Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016;
Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn – útg. Mál og menning
Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
María Sif Daníelsdóttir fyrir Vísnagull – útg. Tónagull
Lína Rut Wilberg fyrir Þegar næsta sól kemur – útg.  NB forlag
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fyrir Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi – útg. Töfrahurð

Besta þýðing á barna- og unglingabók á árinu 2016;
Harpa Magnadóttir fyrir þýðingu sína á bókinni 172 tímar á tunglinu eftir norska rithöfundinn Johan Harstad – útg. Björt (Bókabeitan).
Ingibjörg Hjartardóttir,  fyrir þýðingu sína á bókinni Annað land eftir sænska rithöfundinn Håkan Lindquist – útg. Salka
Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir  fyrir þýðingu sína á Einhver Ekkineinsdóttir eftir eistnesku skáldkonuna Kåtlin Kaldmaa – útg. Bókstafur
Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nova Ren Suma – útg. Björt (Bókabeitan)
Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu sína á Norn eftir dansk/sænska tvíeykið Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi – útg. Mál og menning

Besta frumsamda barna- og unglingabókin á árinu 2016;
Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Dodda – bók sannleikans – útg. Bókabeitan
Margrét Tryggvadóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir fyrir Ormhildarsögu – útg. Salka
Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir Skuggasögu II: Undirheima – útg. Mál og menning
Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur – útg. JPVAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira