Golf

Rory ætlar að gifta sig um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rory og Erica á góðri stund.
Rory og Erica á góðri stund. vísir/getty

Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ganga í það heilaga á laugardaginn. Hann mun þá ganga að eiga unnustu sína, Ericu Stoll.

Þau kynntust árið 2012 en hún vann þá fyrir PGA-mótaröðina. Þau fóru svo að slá sér upp eftir að Rory hætti með dönsku tennisdrottningunni Caroline Wozniacki.

Brúðkaupið mun fara fram í glæsilegum kastala á Írlandi og er búist við því að mikið af fyrirmennum muni láta sjá sig.

Reynt hefur verið að halda dagsetningu brúðkaupsins leyndri en fjölmiðlar segja það klárt að brúðkaupið fari fram um helgina.

Orðrómur er um að Coldplay muni spila í veislunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira