Lífið

Tíu ára trommari vann danska Talent: Stúlkan sem vann hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega hæfileikarík.
Ótrúlega hæfileikarík.

Johanne Astrid Poulsen er tíu ára dönsk stúlka sem gerði sér lítið fyrir og vann raunveruleikaþáttinn Danmark Har Talent á dögunum.

Poulsen er trommari og vann hún hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar. Stúlkan vakti strax gríðarlega mikla athygli þegar hún mætti í fyrstu áheyrnarprufuna og dómararnir féllu umsvifalaust fyrir henni.

Í keppninni hefur hún farið á kostum með trommukjuðana og meðal annars tekið lög með sveitunum Rage Against The Machine og Led Zeppelin.

Hér að neðan má sjá leið Poulsen í keppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira