Lífið

Barþjónar giska á aldur fólks

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir voru ekki alveg að ná þessu.
Sumir voru ekki alveg að ná þessu.
Lög eru misjöfn í heiminum þegar kemur að því hversu gamall þú þarft að vera til að kaupa áfengi.

Hér á Íslandi þarf fólk að vera orðið tuttugu ára til að mega kaupa sér áfengi á barnum eða í verslunum ÁTVR.

Sumir barþjónar eru algjörir sérfræðingar í því að giska á aldur fólks og sumir hafa hreinlega ekki hundsvit á því.

Á YouTube-síðunni WatchCut Video má sjá myndband þar sem barþjónar giska aldur fólks og reyna eftir bestu getu að sjá hverjir eru undir lögaldri.

Hér að neðan má sjá útkomuna sem er áhugaverð svo ekki sé meira sagt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×