Lífið

Sjáðu nýja Google Earth: Núna getur þú flogið um heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spennandi uppfærsla.
Spennandi uppfærsla.

Hið stafræna heimskort Google Earth er gríðarlega vinsælt forrit og notar fólk það í gríð og erg til að kortleggja ferðlög sín, eða skoða merka staði um heim allan.

Google Earth gerir þér í raun kleift að ganga um stóran hluta af heiminum og skoða.  

Google hefur nú uppfært forritið og kynnti fyrirtækið niðurstöðuna í gær. Nú getur þú flogið um valda staði í heiminum og séð hlutina í þrívídd og eins og áður er hægt að ganga um götur borga.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið frá Google.
Fleiri fréttir

Sjá meira