Lífið

Zara hættir sölu á umdeildu haturspilsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Pilsið umdeilda
Pilsið umdeilda Zara
Spænski fataframleiðandinn Zara á nú undir eilítið högg að sækja eftir að myndir af nýrri flík Zöru fóru á flug á netinu. Um er að ræða gallapils með tveimur ásaumuðum froskum sem netverjar telja vera hinn umdeilda hatursfrosk Pepe.

Í kjölfar gagnrýninnar hefur pilsið verið tekið úr sölu.

Vísir hefur áður fjallað um froskinn sem skaust upp á stjörnuhimininn í bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.

Pepe er teiknimyndafroskur í mannsmynd sem upphaflega birtist í teiknimyndasögusyrpunni Boy‘s Club sem hóf göngu sína árið 2005. Einnhverra hluta vegna tóku stuðningsmenn Donalds Trumps froskinn upp á sína arma og fóru að teikna hann í allra kvikinda líki.

Sjá einnig: Teiknimyndafroskur veldur usla

Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var búið að stimpla Pepe sem haturstákn og samtökin Anti-Defamation League settu Pepe á lista með táknum eins og sjálfum hakakrossinum í september á síðasta ári.

Pilsið umdeilda má sjá hér að ofan. Zara hefur ekki enn tjáð sig við fjölmiðla um málið en sem fyrr segir hefur pilsið verið tekið úr sölu.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Zara hefur setið undir ásökunum um óvarlega skrautnotkun.

Þannig þurfti fyrirtækið að taka barnaflík úr sölu árið 2014 því hún þótti svipa fullmikið til gallana sem notaðir voru í útrýmingarbúðum nasista í seinna stríði.






Tengdar fréttir

Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum

Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu.

Teiknimyndafroskur veldur usla

Froskurinn Pepe byrjaði sem saklaus karakter úr teiknimyndasögu en hefur á lygilegan hátt verið dreginn inn í sjálfar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×