Sport

Hernandez svipti sig lífi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hernandez er hér í réttarsalnum.
Hernandez er hér í réttarsalnum. vísir/getty

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.

Hernandez hengdi sig en hann notaði til þess lakið á rúmi sínu. Hann hafði einnig troðið ýmsu í hurðina á klefanum til þess að aftra fangavörðum inngöngu.

Hann fannst í klefa sínum um sjö í morgun og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi klukkustund síðar.

Fyrir aðeins nokkrum dögum var Hernandez sýknaður í máli þar sem hann var sakaður um tvöfalt morð. Það breytti litlu því hann sat þegar í steininum fyrir annað morð. Var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það morð.

Hernandez var aðeins 27 ára gamall. Hann spilaði með New England Patriots frá 2010 til 2012 og var orðin stórstjarna er hann var handtekinn fyrir morð.

Hinn goðsagnakenndi þjálfari Patriots, Bill Belichick, var á dögunum beðinn um að lýsa lífi Hernandez í einu orði. „Harmleikur“ var orðið sem Belichick notaði. Óhætt er að segja að líf Hernandez hafi verið harmleikur frá byrjun til enda.

Dagurinn sem Hernandez var handtekinn. Hann var aldrei frjáls maður eftir þennan dag. vísir/getty
NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira