Lífið

Ricky Gervais: „Ísland, ég er á leiðinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fer vel um kallinn.
Fer vel um kallinn.

Grínistinn Ricky Gervais mun koma fram í Hörpu með uppistandsýningu sína Humanity annað kvöld og einnig á föstudagskvöldið.

Mikil eftirvænting er fyrir komu grínistans en hann kemur til landsins síðar í dag eins og hann greinir sjálfur frá á Twitter.

Þar segir Bretinn: „Ísland, ég er á leiðinni.“

Gervais hefur síðastliðin áratug verið einn allra vinsælasti grínisti heims en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Office á BBC. Þar fór hann með aðalhlutverkið og skrifaði einnig þættina.

Hann hefur meðal annars verið í hlutverki kynnis á Golden Globe-verðlaununum í nokkur skipti og alltaf þótt standa sig mjög vel.

Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir Gervais á landinum klukkan 15.
Fleiri fréttir

Sjá meira