Lífið

Ricky Gervais: „Ísland, ég er á leiðinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fer vel um kallinn.
Fer vel um kallinn.

Grínistinn Ricky Gervais mun koma fram í Hörpu með uppistandsýningu sína Humanity annað kvöld og einnig á föstudagskvöldið.

Mikil eftirvænting er fyrir komu grínistans en hann kemur til landsins síðar í dag eins og hann greinir sjálfur frá á Twitter.

Þar segir Bretinn: „Ísland, ég er á leiðinni.“

Gervais hefur síðastliðin áratug verið einn allra vinsælasti grínisti heims en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Office á BBC. Þar fór hann með aðalhlutverkið og skrifaði einnig þættina.

Hann hefur meðal annars verið í hlutverki kynnis á Golden Globe-verðlaununum í nokkur skipti og alltaf þótt standa sig mjög vel.

Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir Gervais á landinum klukkan 15.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira