Lífið

Spá því að Svala rjúki upp úr riðlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins. vísir/andri marínó

Ísland verður eitt tíu landa sem fer áfram úr fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision samkvæmt könnun ESC Today.

Alls koma 42 lönd til með að taka þátt í keppninni í ár en könnunin fór fram á Facebook og er Svölu Björgvins spáð fjórða sætinu í fyrra undanúrslitakvöldinu í Kænugarði þann 9. maí. Svala fer fyrir Íslands hönd með lagið Paper.

Í könnun ESC Today segir að Svíar verði efstir þann 9. maí en fyrir þeirra hönd fer Robin Bengtsson með lagið I Can’t Go On. Því næst koma Belgar og Portúgalar og í fjórða sætinu er Svala okkar Björgvinsdóttir. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og segja fylgjendur ESC Today á Facebook að Ísrael fái þar flest atkvæði

Facebook-fylgjendur ESC Today telja líklegast að Ítalir vinni Eurovision þann 13. maí í Kænugarði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira