Lífið

Spá því að Svala rjúki upp úr riðlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins. vísir/andri marínó

Ísland verður eitt tíu landa sem fer áfram úr fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision samkvæmt könnun ESC Today.

Alls koma 42 lönd til með að taka þátt í keppninni í ár en könnunin fór fram á Facebook og er Svölu Björgvins spáð fjórða sætinu í fyrra undanúrslitakvöldinu í Kænugarði þann 9. maí. Svala fer fyrir Íslands hönd með lagið Paper.

Í könnun ESC Today segir að Svíar verði efstir þann 9. maí en fyrir þeirra hönd fer Robin Bengtsson með lagið I Can’t Go On. Því næst koma Belgar og Portúgalar og í fjórða sætinu er Svala okkar Björgvinsdóttir. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og segja fylgjendur ESC Today á Facebook að Ísrael fái þar flest atkvæði

Facebook-fylgjendur ESC Today telja líklegast að Ítalir vinni Eurovision þann 13. maí í Kænugarði.
Fleiri fréttir

Sjá meira