Fótbolti

Elísa ekki með á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elísa er hún sleit krossbandið í leiknum gegn Hollandi.
Elísa er hún sleit krossbandið í leiknum gegn Hollandi. vísir/getty

Það er nú orðið ljóst að landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir spilar ekki á EM í sumar en hún er með slitið krossband.

Elísa staðfestir í viðtali við fótbolti.net í dag að krossbandið sé slitið.

Elísa meiddist í leik Íslands og Hollands í síðustu viku. Strax þá var grunur um að meiðslin væru alvarleg.

Elísa er þriðja landsliðskonan sem slítur krossband á árinu en áður höfðu Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitið krossband.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira