Lífið kynningar

„Pablo elskar Ísland meira en ég“

Íslandsbanki kynnir
Rúna Sif Stefánsdóttir og Pablo Punyed.
Rúna Sif Stefánsdóttir og Pablo Punyed.

Fótboltaparið Rúna Sif Stefánsdóttir og Pablo Punyed fluttu heim til Íslands eftir nám í Bandaríkjunum. Þau eiga íbúð sem þau leigja út, en Pablo spilar fótbolta í Vestmannaeyjum og Rúna í Reykjavík. Þau flakka á milli en stefna á að flytja í íbúðina seinna.

„Við byrjum að leita að íbúð 2012 – 3013,“ segir Pablo. „Bæði að fjármagna og finna, þetta er mikill peningur eiginlega allt sem maður á er maður að setja í íbúð,“ segir Rúna.

Þau voru í námi í Bandaríkjunum og fluttu hingað heim og búin að búa í eitt og hálft ár hjá foreldrum Rúnu, þegar þau ákváðu að kaupa. Fundu íbúð sem þau voru ekki hrifin af fyrst, en enduðu með að kaupa þá íbúð. Íbúðin var of stór fyrir Rúnu eina, en Pablo býr og spilar fótbolta í Vestmannaeyjum. Því ákváðu þau að leigja íbúðina út.Fyrsta árið eftir kaup erfiðast

„Við vorum ótrúlega heppin, fundum æðislega leigjendur,“ segir Rúna. „Ég er meira í bænum en á flakki til Pablo, ég er að spila fótbolta í Reykjavík.“

Pablo segir fyrsta árið eftir fasteignakaup það erfiðasta þar sem að allt er lagt í kaupin í byrjun. Þau setja peninga á sparnaðarreikning sem er alltaf lokaður í einhverja daga og segja það gott sparnaðarráð auk þess að vera í íþróttum.

„Maður þarf að vera mjög þolinmóður, það gerist ekki allt strax,“ segir Pablo, sem er búinn að vera á Íslandi í fimm ár. „Ég er mjög heppinn að vera með þeim hér.“

„Ég segi alltaf að Pablo elskar Ísland meira en ég,“ segir Rúna.


Þetta var saga Rúnu og Pablo, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.


Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Fleiri fréttir

Sjá meira