Lífið

Lygileg saga af kettinum Kunkush: Ferðaðist um hálfan hnöttinn og fann fjölskylduna aftur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg saga.
Ótrúleg saga.

Breski miðilinn The Guardian hefur tekið saman alveg hreint ótrúlega sögu um köttinn Kunkush.

Hann var heimilisköttur hjá íraskri fjölskyldu sem varð að yfirgefa heimilið sitt og sækja skjóls í öðru landi. Flóttamannfjölskyldan ferðaðist til Evrópu og það í gegnum Grikkland.

Móðurinn og fimm börn yfirgáfu því heimilið sitt og tóku köttinn að sjálfsögðu með. Þau komust til Lesbos í Grikklandi undir lok ársins 2015 og í þeim mánuði komu alls 100.000 flóttamenn til Lesbos. Kunkush varð hræddur þegar fjölskyldan komst á áfangastað og týndist í kjölfarið.

Nokkrum dögum síðar sást til Kunkush í þorpi nokkrum kílómetrum frá þeirri staðsetningu sem hann týndist.

Þá var fjölskylda hans aftur á móti farin af stað á næsta áfangastað. Kötturinn endaði því hjá dýralækni og fékk gælunafnið Dias.

Eftir tvo mánuði í Grikklandi tók sjálfboðaliði köttinn að sér og fór með hann til Berlínar. Þar hófst leitin að fjölskyldunni fyrir alvöru. Snemma árs 2016 komu góðar fréttir frá Noregi og kom í ljós að fjölskylda hans hafði sest þar að. Ekki leið að löngu þar til að hann var kominn aftur í hendurnar á eigendum sínum og má svo sannarlega segja að tilfinningarnar hafi borið hópinn ofurliði.

Hér má sjá ótrúlegt myndband sem margar milljónir hafa horft á í gegnum Facebook-síðu The Guardian.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira