Lífið

Danshöfundur Michael Jackson á leiðinni til landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar fréttir.
Skemmtilegar fréttir.

Buddha Stretch, fyrrum danshöfundur Michael Jackson, er á leiðinni til landsins og mun hann kenna hiphop dans.

Hann hefur unnið með Will Smith, Mariah Carey, Puff Daddy, Eric B. og Rakim, Heavy D, Whodini og fleiri.

Stretch er mikill frumkvöðull í dansheiminum og skilgreindi hann til að mynda hiphop dansstílinn sérstaklega svo hægt væri að kenna stílinn í virtum dansskólum.

Hann starfar í dag við það að ferðast um allan heim til að kenna og dæma keppnir, enda með fjölmargra ára reynslu undir belti.  

Stretch er að koma í annað sinn til landsins en Brynja Pétursdóttir fékk hann fyrst hingað árið 2012 til að dæma danskeppnina Street dans Einvígið.

Þann 23. og 24. apríl fer því fram einskonar dans workshop í Laugardalshöll og í Fylkisseli þar sem hann mun kenna Popping og House. Nánar um námskeiðin hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira