Viðskipti innlent

IKEA innkallar pepperoni

Atli Ísleifsson skrifar
Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl
Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl IKEA

IKEA hefur innkallað Heima pizza pepperoni en varan gæti innihaldið umbúðafilmu vegna mistaka í framleiðslu.

Í tilkynningu kemur fram að fyrir mistök hafi gleymst að taka filmu utan af pepperoni-pylsunni við skurð. Filman innihalfi sellúlósa og sé ekki skaðleg þó hún sé innbyrt með pylsunni.

„Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl, og er merkt Best fyrir 22.05.17. Innköllunin nær til rúmlega 120 seldra pakkninga,“ segir í tilkynningunni.

Einnig kemur fram að viðskiptavinum sé velkomið að skila vörunni í IKEA og fá hana endurgreidda.
Fleiri fréttir

Sjá meira