Viðskipti innlent

IKEA innkallar pepperoni

Atli Ísleifsson skrifar
Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl
Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl IKEA

IKEA hefur innkallað Heima pizza pepperoni en varan gæti innihaldið umbúðafilmu vegna mistaka í framleiðslu.

Í tilkynningu kemur fram að fyrir mistök hafi gleymst að taka filmu utan af pepperoni-pylsunni við skurð. Filman innihalfi sellúlósa og sé ekki skaðleg þó hún sé innbyrt með pylsunni.

„Innköllunin nær til Heima pizza pepperoni sem selt var á tímabilinu 10.-18. apríl, og er merkt Best fyrir 22.05.17. Innköllunin nær til rúmlega 120 seldra pakkninga,“ segir í tilkynningunni.

Einnig kemur fram að viðskiptavinum sé velkomið að skila vörunni í IKEA og fá hana endurgreidda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537