Lífið

Julia Roberts er fallegasta kona heims

Anton Egilsson skrifar
Hin 49 ára gamla Julia Roberts er fegursta kona heims að mati tímaritsins People.
Hin 49 ára gamla Julia Roberts er fegursta kona heims að mati tímaritsins People. Vísir/AFP

Leikkonan Julia Roberts er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People en þann 1. maí næstkomandi kemur út sérstakt fegurðarhefti tímaritsins með yfirliti yfir fimmtíu fegurstu konur heims.

Þetta er í fimmta skipti sem hin 49 ára gamla Roberts er útnefnd fegursta kona heims af tímaritinu. Engin kona hefur hlotið titil tímaritsins People jafn oft. 

Hún hlaut titilinn fyrst árið 1991, þá 23 ára gömul, en það var árinu eftir að hún sló rækilega í gegn í rómantísku gamanmyndinni Pretty Woman þar sem hún lék á móti Richard Gere. Þá var hún þar að auki valin sú fegursta árin 2000, 2005 og 2010.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira