Enski boltinn

Redknapp fær ekki laun ef Birmingham fellur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Redknapp í góðum gír á veðreiðum.
Redknapp í góðum gír á veðreiðum. vísir/getty

Harry Redknapp, nýráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City, ætlar ekki að þiggja laun ef liðið fellur úr ensku B-deildinni.

Hinn sjötugi Redknapp tók óvænt við Birmingham í gær en hann fær það verkefni að bjarga liðinu frá falli.

Redknapp gerði svipaðan samning þegar hann starfaði sem ráðgjafi hjá Derby County í fyrra. Þá vildi hann ekki fá borgað ef liðið kæmist ekki í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Redknapp hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá QPR í febrúar 2015, ef frá eru taldir tveir leikir með landslið Jórdaníu í fyrra.

Redknapp býr yfir gríðarlega mikilli reynslu en hann stýrði áður Bournemouth, West Ham, Portsmouth, Southampton og Tottenham, auk QPR.

Birmingham er í 20. sæti B-deildarinnar með 47 stig, þremur stigum frá fallsæti. Fyrsti leikur Redknapps við stjórnvölinn er grannaslagur gegn Aston Villa á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira