Körfubolti

Unnu mínúturnar sem Sandra Lind var inn á með 26 stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Lind hitti úr fimm af sex skotum sínum í leiknum.
Sandra Lind hitti úr fimm af sex skotum sínum í leiknum. vísir/vilhelm

Landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir spilaði vel þegar Hörsholm 79ers jafnaði metin gegn Virum Go Dream í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn með stórsigri, 67-33, í öðrum leik liðanna í kvöld.

Sandra Lind lék í tæpar 25 mínútur og þær mínútur vann Hörsholm með 26 stigum.

Keflvíkingurinn skoraði 10 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Sandra Lind nýtti fimm af sex skotum sínum í leiknum.

Hörsholm hélt Virum aðeins í 13 stigum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur gestanna skánaði lítið í þeim seinni og heimakonur unnu öruggan sigur, 67-33.

Næsti leikur liðanna er á föstudaginn kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira