Körfubolti

Unnu mínúturnar sem Sandra Lind var inn á með 26 stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Lind hitti úr fimm af sex skotum sínum í leiknum.
Sandra Lind hitti úr fimm af sex skotum sínum í leiknum. vísir/vilhelm

Landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir spilaði vel þegar Hörsholm 79ers jafnaði metin gegn Virum Go Dream í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn með stórsigri, 67-33, í öðrum leik liðanna í kvöld.

Sandra Lind lék í tæpar 25 mínútur og þær mínútur vann Hörsholm með 26 stigum.

Keflvíkingurinn skoraði 10 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Sandra Lind nýtti fimm af sex skotum sínum í leiknum.

Hörsholm hélt Virum aðeins í 13 stigum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur gestanna skánaði lítið í þeim seinni og heimakonur unnu öruggan sigur, 67-33.

Næsti leikur liðanna er á föstudaginn kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira