Handbolti

ÍR og KR áttu fyrsta höggið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð Georgsson skoraði tvö mörk fyrir ÍR.
Davíð Georgsson skoraði tvö mörk fyrir ÍR. vísir/ernir

ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Daníel Ingi Guðmundsson skoraði 11 mörk þegar ÍR bar sigurorð af Þrótti, 27-25, í Austurberginu. ÍR-ingar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 18-14.

Óttar Filipp var markahæstur í liði Þróttar með sex mörk og Aron Heiðar Guðmundsson skoraði fimm.

KR-ingar sóttu Víkinga heim og unnu tveggja marka sigur, 20-22.

Arnar Jón Agnarsson skoraði sex mörk fyrir KR og þeir Andri Berg Haraldsson og Jóhann Gunnarsson sitt hvor fimm mörkin.

Víglundur Jarl Þórsson skoraði sex mörk fyrir Víking og Logi Ágústsson fimm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira