Innlent

Þjóðarpúls: Sjálfstæðisflokkur og VG bera höfuð og herðar yfir aðra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. Vísir/Daníel

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og greint er frá á vef RÚV. Hann mælist með rúmlega 29% fylgi en breytingar á fylgi flokka milli mánaða eru litlar og ná ekki að vera tölfræðilega marktækar.

Rétt eins og í síðustu könnunum eru Vinstri græn næst stærsti flokkur landsins og nýtur stuðnings 25% þjóðarinnar.

Næstur á eftir er Framsóknarflokkurinn með 11%, því næst Píratar með 10 og 8% segjast styðja Samfylkinguna.

Hinir ríkisstjórnarflokkarnir, Viðreisn og Björt framtíð, mælast með 5 og 6% stuðning. Þá segjast 5% styðja aðra flokka, þar af nær 3% Flokk fólksins og 1% Dögun.

„Um tíu prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og ríflega átta prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Rúmlega fjörutíu og eitt prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina,“ segir á vef RÚV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.