Erlent

Að minnsta kosti ellefu létust eftir að aurskriða féll í Indónesíu

Anton Egilsson skrifar
Frá þorpinu Banaran í Indónesíu í dag.
Frá þorpinu Banaran í Indónesíu í dag. Vísir/AFP
Að minnsta kosti ellefu einstaklingar eru látnir eftir að aurskriða féll á þorpið Banaran í austurhluta Java í Indónesíu í dag. Talið er að enn fleiri hafi látið lífið.

Greinir BBC frá því að hinir látnu hafi verið að taka upp engifer við fjallsrætur í grennd við Banaran þegar aurskriðan féll með hinum vofveiflegu afleiðingum. Mikil rigning er sögð hafa orsakað aurskriðuna en aurskriður eru mjög tíðar í Indónesíu meðan á rigningartímabilinu stendur.

Eru björgunarsveitir mættar á vettvang og leita nú í leiðjunni eftir fleiri mögulegum fórnarlömbum aurskriðunnar. Samkvæmt heimildum Daily Mail er 38 þorpsbúa enn saknað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×