Erlent

Að minnsta kosti ellefu létust eftir að aurskriða féll í Indónesíu

Anton Egilsson skrifar
Frá þorpinu Banaran í Indónesíu í dag.
Frá þorpinu Banaran í Indónesíu í dag. Vísir/AFP

Að minnsta kosti ellefu einstaklingar eru látnir eftir að aurskriða féll á þorpið Banaran í austurhluta Java í Indónesíu í dag. Talið er að enn fleiri hafi látið lífið.

Greinir BBC frá því að hinir látnu hafi verið að taka upp engifer við fjallsrætur í grennd við Banaran þegar aurskriðan féll með hinum vofveiflegu afleiðingum. Mikil rigning er sögð hafa orsakað aurskriðuna en aurskriður eru mjög tíðar í Indónesíu meðan á rigningartímabilinu stendur.

Eru björgunarsveitir mættar á vettvang og leita nú í leiðjunni eftir fleiri mögulegum fórnarlömbum aurskriðunnar. Samkvæmt heimildum Daily Mail er 38 þorpsbúa enn saknað. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.