Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Eiginmaður konu sem er langt leiddur alzheimersjúklingur segir nauðsynlegt að fá greiningu sem fyrst en sumir þurfa að bíða mánuðum saman eftir greiningu. Þá hafa átján þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna skrýtna enda er aðeins farið fram á ráðgefandi atkvæðagreiðslu en ekki bindandi.

Í kvöldfréttum hittum við síðan spennta krakka með leiklistardrauma mættu í prufur fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum. Spenntastur var þó líklega höfundurinn Gunnar Helgason.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×