Lífið

Svala fær stuðning frá stórri útvarpsstöð í Líbanon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir að fylgjast með Svölu.
Margir að fylgjast með Svölu.

Svala Björgvinsdóttir fer fyrir Íslands hönd á lokakeppni Eurovision og stígur hún á svið 9. maí í Kænugarði.

Svala er að fá stuðning frá heldur ólíklegum stað en útvarpsstöðin Radio One Lebanon í Líbanon deilir myndband henni til heiðurst í dag og er þar ekkert verið að spara lýsingarorðin.

Stöðin hefur yfir tíu milljónir fylgjenda á Facebook og er þegar búið að bóka Svölu í viðtal.

Svala verður í viðtali í beinni útsendingu hjá stöðinni á morgun eins og sjá má á þessari mynd.
Fleiri fréttir

Sjá meira