Innlent

Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon

Nokkurn reyk lagði frá kísilverinu.
Nokkurn reyk lagði frá kísilverinu. vísir/sólmundur friðriksson

Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon í Helguvík á sjöunda tímanum í kvöld. Starfsmönnum kísilversins tókst sjálfum að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja slökktu í síðustu glæðunum.

Að sögn varðstjóra Brunavarna Suðurnesja var eldurinn minniháttar og telur hann útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.

Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira