Innlent

Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon

Nokkurn reyk lagði frá kísilverinu.
Nokkurn reyk lagði frá kísilverinu. vísir/sólmundur friðriksson

Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon í Helguvík á sjöunda tímanum í kvöld. Starfsmönnum kísilversins tókst sjálfum að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja slökktu í síðustu glæðunum.

Að sögn varðstjóra Brunavarna Suðurnesja var eldurinn minniháttar og telur hann útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.

Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi.
Fleiri fréttir

Sjá meira