Innlent

Engisprettan Mekkín lifir góðu lífi á Tjarnarborg

Ásgeir Erlendsson skrifar
Engisprettunni Mekkín var bjargað úr salatpoka á leikskólanum Tjarnarborg í Reykjavík á elleftu stundu og er nú orðin stór hluti af leikskólastarfinu.

Hún lifir góðu lífi enda hugsa krakkarnir vel um hana og gefa henni melónur, vínber og hafra. Engisprettan fannst í salatpoka í eldhúsi leikskólans og var í kjölfarið komið fyrir á einni deildinni þar sem hún hefur vakið mikla lukku.

Í fréttum Stöðvar 2 var farið yfir dvöl Mekkín á Tjarnarborg undanfarnar tvær vikur.

Hægt er að sjá fréttina í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×