Körfubolti

Ekki hægt að vinna titil með þrjá hvíta gaura í liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaVar Ball er umdeildur. Mjög umdeildur.
LaVar Ball er umdeildur. Mjög umdeildur. vísir/getty
Umdeildi körfuboltapabbinn, LaVar Ball, heldur áfram að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum með ummælum sínum.

Sonur hans Lonzo Ball spilaði með UCLA-háskólanum í úrslitakeppni háskólakörfuboltans á dögunum en komst ekki í undanúrslitin.

LaVar Ball segir að um sé að kenna hvítu strákunum í UCLA-liðinu.

„Ef við tölum í alvöru þá getur lið ekki orðið meistari með þrjá hvíta gaura í liðinu. Fótavinnan hjá þeim er allt of hæg,“ sagði Ball en hann lofaði því fyrir mótið að UCLA yrði meistari.

UCLA datt út gegn Kentucky eftir að hafa tapað 86-75. Hvítu strákarnir þrír skoruðu samtals 39 stig í leiknum en sonur Ball var með 10 stig.


Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn

NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×