Golf

Tökum alvöru peninga af þessum gaurum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alltaf að veðja. Mickelson og Keegan Bradley gera hér upp veðmál á æfingahring fyrir Ryder-bikarinn.
Alltaf að veðja. Mickelson og Keegan Bradley gera hér upp veðmál á æfingahring fyrir Ryder-bikarinn. vísir/getty
Veðmálafíkillinn Phil Mickelson er mikið í fréttunum þessa dagana út af fíkn sinni.

Á dögunum kom í ljós að hann hefði tapað 226 milljónum króna í veðmálum á einu ári og hann þurfti að endurgreiða 144 milljónir króna eftir að hafa unnið á innherjaupplýsingum. Hann er með puttana víða í veðmálaheiminum.

Nú er búin að leka upptaka af Mickelson þar sem hann er að tala við vin sinn um að koma út á völl og spila við annan PGA-kylfing og félaga hans. Þar segir Mickelson meðal annars að þeir þurfi „að taka alvöru peninga af þessum gaurum“.

Hinn atvinnukylfingurinn sem Mickelson ætlaði að spila við þarna er Charley Hoffman sem er efstur á Masters-mótinu eftir gærdaginn.

Hann hefur viðurkennt að veðja reglulega er hann spilar utan móta. Hoffman segir það vera eina leiðina til þess að hafa áhuga á golfhringnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×