Viðskipti erlent

Google kynnir staðreyndavakt til leiks vegna falskra frétta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Falskar fréttir hafa ferðast víða.
Falskar fréttir hafa ferðast víða. Vísir/Getty

Bandaríska tæknifyrirtækið Google mun á næstu dögum og vikum kynna sérstaka staðreyndavakt til leiks sem ætlað er að berjast gegn útbreiðslu falskra frétta.

Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum um hlut Facebook og Google í drefingu falskra frétta og áhrif þeirra á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Til þess að sporna við útbreiðslu slíkra frétta mun á næstunni birtast sérstaktur „Fact Check“ flipi við tilteknar staðhæfingar sem birtast við leit á Google.

Þar mun vera hægt að komast að því hvort að viðurkenndar vefsíður, sem sérhæfa sig í að kanna sannleiksgildi staðhæfinga, hafi tekið viðkomandi staðhæfingu til athugunar og þá einnig hvert sannleiksgildi hennar sé.

Þá munu tilteknar fréttir, þegar leitað er með hjálp Google News, fá merkimiða um hvort að þær hafi verið kannaðar með tilliti til staðreynda eða ekki.


Tengdar fréttir

Falsfréttir dreifast um heiminn

Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150