Sport

Þriðji í sterkri lokakeppni

Telma Tómasson skrifar

Mikið var um flugeldasýningar á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en Guðmundur F. Björgvinsson hafnaði í þriðja sæti í gríðarlega sterkri keppni í tölti. Glæsihesturinn Straumur frá Feti var í góðum gír hjá Guðmundi og sýndu þeir sitt allra besta.

Eftir forkeppnina voru þeir í þriðja til fjórða sæti, héldu sínu striki og gott betur í A-úrslitum. Glæsileg frammistaða.

Guðmundur var í liði Hestvits/Árbakka/Svarthöfða, halaði hann inn mikilvæg stig á lokakvöldinu og endaði það í öðru sæti með 367.5 stig.

Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.

Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:
1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 
2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 
3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 
4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 
5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 
6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89

Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017
1. Bergur Jónsson 45 stig
2. Árni Björn Pálsson 45 stig
3. Jakob S. Sigurðsson 43.5 stig

Liðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017
1. Top Reiter 439.5 stig
2. Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig 
3. Gangmyllan 351 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira