Fótbolti

Griezmann bjargaði stiginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Griezmann skoraði fínt mark.
Griezmann skoraði fínt mark. vísir/getty

Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en það var Portúgalinn Pepe sem kom heimamönnum yfir á 52. mínútu eftir fínt skallamark.

Það leit allt út fyrir að Real Madrid myndi hafa þetta en markaskorarinn Antoine Griezmann náði að jafna metinn fimm mínútum fyrir leikslok og Keylor Navas, markvörður Real Madrid, leit ekki vel út milli stanganna.

Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar með 72 stig en grannar þeirra eru í því þriðja með 62 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.