Innlent

Fimm daga hringferð Brands lokið

Ásgeir Erlendsson skrifar
Brandur Bjarnason Karlsson
Brandur Bjarnason Karlsson
Brandur Bjarnason Karlsson, sem lauk hringferð sinni um landið í hjólastól í dag, segir að aðgengi fatlaðra víðsvegar um landið sé að þokast í rétta átt en sé ekki nægilega gott. Hann segir að breyting hafi orðið víða frá síðustu ferð hans um landið fyrir tveimur árum.

Brandur lagði af stað í hringferð í landið á þriðjudag til að vekja athygli á aðgengismálum fatlaðra víðsvegar um landið. Ferðin hófst á Bessastöðum, því næst var haldið á Vík, Egilsstaði, Akureyri og Borgarnes. Brandur segir þessa fimm daga ferð hafa gengið vel en margt megi bæta.

„Núna er ekki lengur vandamálið að láta fólk vita af þessu heldur helst að ríki og sveitarfélög taki sig á. Þau þurfa að vera til fyrirmyndar.“ Segir Brandur.

Hann hélt í samskonar hringferð fyrir tveimur árum og hann segir að aðgengismál séu að þokast í rétta átt.

„Við sáum alveg einn og einn ramp sem var ekki fyrir tveimur árum, það er eitthvað að gerast.Það er aðallega þessi hugarfarsbreyting sem er jákvæð.“

Brandur segir mikilvægi baráttu sinnar snúast um bætt lífsgæði fatlaðra. Mikið hafi áunnist að undanförnu og hann hvetur alla sem vilja benda á lélegt aðgengi að senda sér ábendingu á heimasíðunni https://www.brassi.is/is/abending-adgengismal.

„Hluti af þessari ferð gekk út á að láta reyna á staði sem fatlað fólk er ekki vanalega að fara á. Vonin er að fólkið sem stýrir þessum stöðum sjái sér fært að bæta hlutina.“ Segir Brandur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×