Lífið

Bróðir Carrie Fisher segir að Leia verði í níundu Star Wars myndinni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mark Hamill, Carrie Fisher og Harrison ford í hlutverkum sínum sem Logi geimgengill, Leia prinsessa og Han Solo.
Mark Hamill, Carrie Fisher og Harrison ford í hlutverkum sínum sem Logi geimgengill, Leia prinsessa og Han Solo.
Todd Fisher, bróðir leikkonunnar Carrie Fisher, segir að Leiu prinsessu muni bregðast í næstu tveimur Star Wars myndum, en hún lést í desember síðastliðnum.

Ekki er þó vitað hvernig það verður gert en áður Lucasfilm hefur áður sagt að henni verði ekki bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 

Fjölskylda Fisher hefur nú gefið leyfi fyrir því að „nýlegt myndefni“ af henni verði notað til að fullkomna hlut Leiu prinessu í Star Wars söguheiminum. Todd Fisher segir að hann og Billie Lourd, dóttir Carrie, hafi sammælst um ákvörðunina.

„Hvernig tekur maður hana úr henni? Svarið er að maður gerir það ekki,“ sagði Fisher í samtali við New York Daily News.

„Hún er órjúfanlegur hluti af þessu og ég held að nærvera henni verði enn áhrifameiri núna en áður, líkt og Obi Wan – þegar geislasverðið fellir hann verður hann enn máttugri. Mér finnst það hafa gerst með Carrie. Ég held að sú arfleið eigi að halda áfram.“

Fisher lést í desember á síðasta ári aðeins sextug að aldri eftir að hafa fengið hjartastopp. Hún hafði þá náð að klára tökur í nýjust myndinni Star Wars Episode VIII sem á að koma út í lok þessa árs. Tökur á níundu myndinni, Star Wars Episode IX munu ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í sumar og er handritið enn í vinnslu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×