Lífið

Svala fær hörku dóma á YouTube-síðu Eurovision: „Algjörlega heltekinn af þessu lagi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala fer fyrir Íslands hönd til Úkraínu.
Svala fer fyrir Íslands hönd til Úkraínu.

Svala Björgvinsdóttir tekur þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Kænugarði í maí. Svala mætir til leiks með lagið Paper og er lagið strax farið að vekja mikla athygli á Eurovision-vef keppninnar.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur lagið um 250.000 þúsund áhorf á YouTube-síðunni og um eitt þúsund athugasemdir.

Svala fær frábær viðbrögð og má lesa setningar eins og:

„Röddin hennar minnir mig á Robyn“

„Þetta lag er ótrúlega vanmetið“

„Verið velkomin aftur í úrslitakvöldið Ísland“ og „Að þessu sinni á Íslands svo sannarlega skilið að fara alla leið í úrslit.“

„Ég elska þetta lag, Svala er svo ótrúlega góð“

„Ég er algjörlega heltekinn af þessu lagi.“

Penny Antonakaki, YouTube-notandi, spáir þessu svona:
1. Belgium
2. Denmark
3. Azerbaijan
4. Sweden
5. Hungary
6. Greece
7. Iceland

„Þetta lag er töfrum líkast, algjörlega magnað.“

„Sigurvegari Eurovision 2017.“

„Til hamingju með þetta meistaraverk. Sjáumst á úrslitakvöldinu.“

Eyrnalokkar Svölu vekja einnig mikla athygli en hún er með fallega hringlaga lokka í myndbandinu. Ísland hefur ekki komist í úrslitakvöldið tvö ár í röð í keppninni en Svala stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Kænugarði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira