Lífið

Svala þrettánda í röðinni í Kænugarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins. vísir/andri marínó
Svala Björgvinsdóttir stígur á svið 13. í röðinni á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision sem fram fer í Kænugarði í maí.

Svala fer fyrir Íslands hönd með lagið Paper en hún tekur þátt þann 9. maí en síðara undanúrslitakvöldið verður þann 11. maí.

Svíar ríða á vaðið fyrst á svið þann 9. maí en það er talið mjög gott að vera 13. á svið.

Svala á greiða leið í úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ef marka má greiningu síðunnar ESCToday.

Matið er byggt á tölfræði og líkindum út frá gengi laga í undanriðlum Eurovision síðustu ára og hefur ekkert með gæði þeirra að gera. Bendir ritstjóri ESCToday, Helio Qendro, á að lagið sem er númer fjórtán í röðinni í öðrum hvorum undanriðlinum sé ekki endilega alltaf það besta en þó eigi það mestu líkurnar á að komast upp úr undanriðlinum því það er jafnan flutt þegar mesta áhorfið er á keppnina. Það er því mjög gott að vera númer þrettán.

Hér að neðan má sjá hvernig kvöldin tvö raðast upp.

 

Undanúrslitakvöld 1  Undanúrslitakvöld 2  

  
1. Svíþjóð1. Serbía
2. Georgía2. Austurríki
3. Ástralía3. Rússland
4. Albanía4. Makedónía
5. Belgía5. Malta
6. Svartfjallaland6. Rúmenía
7. Finnland7. Holland
8. Aserbaídsjan8. Ungverjaland
9. Portúgal9. Danmörk
10. Grikkland10. Írland
11. Pólland11. San Marinó
12. Moldóva12. Króatía
13. Ísland13. Noregur
14. Tékkland14. Sviss
15. Kýpur15. Hvíta-Rússland
16. Armenía16. Búlgaría
17. Slóvenía17. Litháen
18. Lettland18. Eistland
 19. Ísrael





Fleiri fréttir

Sjá meira


×