Körfubolti

Lakers-menn stóðu í meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyrie Irving og LeBron James voru magnaðir í nótt.
Kyrie Irving og LeBron James voru magnaðir í nótt. Vísir/Getty

Meistarar Cleveland Cavaliers þurftu að hafa fyrir sigri sínum á LA Lakers í NBA-deildinni í nótt en lönduðu að lokum fimm stiga sigri, 125-120.

Lakers var mest ellefu stigum yfir í fjórða leikhluta en Cleveland átti betri endasprett og kláraði leikinn. Kyrie Irving skoraði 46 stig fyrir Cleveland og átti sannkallaðan stórleik. LeBron James bætti við 34 stigum.

Lakers er í botnsæti vesturdeildarinnar og Cleveland á toppnum í austrinum. Vandræði meistaranna komu því á óvart en þar sem lykilmenn voru hvíldir í leiknum á undan áttu þeir nóg eftir á tankinum í fjórða leikhluta, er Cleveland skoraði 43 stig.D'Angelo Russell skoraði 40 stig fyrir Lakers sem er persónulegt met hjá honum. Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fjórtán.

Cleveland er í efsta sæti austurdeildarinnar með 46 sigra en liðið hefur unnið aðeins fimm af síðustu tíu leikjum sínum.Portland vann Miami, 115-104, en Damien Lillard fór á kostum í liði gestanna og skoraði 49 stig. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum og er nú kominn í 1002 alls á ferlinum.

Stigahæstur hjá Miami var James Johnson með 24 stig en lið Miami hafði aðeins tapað einum af síðustu sextán heimaleikjum sínum á undan.

Bæði lið eru í níunda sæti sinna deilda - Portland í vesturdeildinni og Miami í austrinu.Úrslit næturinnar:
Brooklyn - Dallas 104-111
Philadelphia - Boston 105-99
Detroit - Phoenix 112-957
New Orleans - Minnesota 123-109
Toronto - Indiana 116-91
Miami - Portland 105-115
San Antonio - Sacramento 118-102
LA Lakers - Cleveland 120-125

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira