Erlent

Uppreisnarmenn gerðu óvænt áhlaup á austurhluta Damaskus

Atli Ísleifsson skrifar
Damaskus er að langmestu leyti undir stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta.
Damaskus er að langmestu leyti undir stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta. Vísir/AFP
Sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið í hörðum bardögum í höfuðborginni Damaskus frá því í gær þegar uppreisnarmenn gerðu óvænt áhlaup í austurhluta borgarinnar.

Eldflaugar og sprengjur úr sprengjuvörpum lentu í miðborginni en uppreisnarmenn hafa einnig beitt bílsprengjum og sjálfsmorðsárásum í sókn sinni.

Herinn segist hafa náð að hrinda árásinni en herþotur stjórnarinnar beittu loftárásum á sveitir uppreisnarmanna.

Damaskus er að langmestu leyti undir stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta en uppreisnarmenn hafa þó haft nokkur hverfi í austurhlutanum á sínu valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×