Enski boltinn

Annað tilboð í Gylfa í bígerð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er enn á ný orðaður við Everton í enskum fjölmiðlum og það fer ekkert á milli mála að hann er í framtíðarplönum knattspyrnustjórana Ronald Koeman.

The Sun slær því upp í dag að Everton sé að undirbúa annað tilboð í íslenska miðjumaninn sem hefur spilað frábærlega með liði Swansea í vetur.

Everton bauð 28 milljónir punda í Gylfa í sumar en Swansea hafnaði því sem og 35 milljón punda tilboði frá Kína í janúarglugganum.  

Blaðamaður The Sun segir að Everton sé farið að undirbúa „lífið án Romelu Lukaku“ en belgíski framherjinn vildi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið.

Everton mun væntanlega selja Romelu Lukaku fyrir stóra upphæð í sumar og Koeman ætti því að vera með peninga á milli handanna til þess að kaupa nýja leikmenn. Gylfi er þar sagður vera mjög ofarlega á blaði en það má þó búast við að fleiri sterk félög hafi áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Það er er nokkuð ljóst að Gylfi mun vera seldur frá velska liðinu er Swansea City fellur í 1. deild. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og er langt frá því að vera öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi hefur farið á kostum með Swansea þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið vel. Gylfi er með 8 mörk og 11 stoðsendingar á tímabilinu og enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira