Erlent

Norð­menn hamingju­samasta þjóð í heimi

Ráðhúsið í Ósló.
Ráðhúsið í Ósló. Vísir/Getty

Norðmenn eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýrri skýrslu SDSN, World Happiness Report. Norðmenn hirða þar með efsta sæti listans af Dönum sem hafa skipað efsta sætið þrisvar á síðustu fjórum árum.

Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar þriðja.

Skýrsluhöfundar benda á að Norðmenn skipi efsta sætið þrátt fyrir lækkandi olíuverð og séu það því aðrir þættir en laun sem segja til um hamingjuna.

„Með því að fjárfesta tekjur af olíunni í velferð framtíða kynslóða hefur Noregur varið sig frá þeim skaðlegu efnahagssveiflum sem önnur ríki, sem búa yfir mikilli olíu, búa við. Áhersla á framtíðina í stað nútíðar er gerð auðveldari með miklu gagnkvæmu trausti, tilgangi, örlæti og góðri stjórn,“ skrifar prófar John Helliwell við University of British Columbia í skýrslunni.

Þau ríki sem skipa neðstu sæti listans eru Miðafríkulýðveldið, Búrúndí og Tansanía.

SDSN er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna.

155 ríki heims voru rannsökuð þar sem þættir á borð við verg landsframleiðsla, lífslíkur og spilling voru skoðaðir. Í ár var svo hamingja á vinnustað sérstaklega skoðuð.

Tíu efstu sæti listans:

1. Noregur
2. Danmörk
3. Ísland
4. Sviss
5. Finnland
6. Holland
7. Kanada
8. Nýja-Sjáland
9. Ástralía
10. SvíþjóðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira