Erlent

Norð­menn hamingju­samasta þjóð í heimi

Ráðhúsið í Ósló.
Ráðhúsið í Ósló. Vísir/Getty
Norðmenn eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýrri skýrslu SDSN, World Happiness Report. Norðmenn hirða þar með efsta sæti listans af Dönum sem hafa skipað efsta sætið þrisvar á síðustu fjórum árum.

Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar þriðja.

Skýrsluhöfundar benda á að Norðmenn skipi efsta sætið þrátt fyrir lækkandi olíuverð og séu það því aðrir þættir en laun sem segja til um hamingjuna.

„Með því að fjárfesta tekjur af olíunni í velferð framtíða kynslóða hefur Noregur varið sig frá þeim skaðlegu efnahagssveiflum sem önnur ríki, sem búa yfir mikilli olíu, búa við. Áhersla á framtíðina í stað nútíðar er gerð auðveldari með miklu gagnkvæmu trausti, tilgangi, örlæti og góðri stjórn,“ skrifar prófar John Helliwell við University of British Columbia í skýrslunni.

Þau ríki sem skipa neðstu sæti listans eru Miðafríkulýðveldið, Búrúndí og Tansanía.

SDSN er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna.

155 ríki heims voru rannsökuð þar sem þættir á borð við verg landsframleiðsla, lífslíkur og spilling voru skoðaðir. Í ár var svo hamingja á vinnustað sérstaklega skoðuð.

Tíu efstu sæti listans:

1. Noregur

2. Danmörk

3. Ísland

4. Sviss

5. Finnland

6. Holland

7. Kanada

8. Nýja-Sjáland

9. Ástralía

10. Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×