Enski boltinn

Guardiola hæstánægður með jafnteflið: Einn af einstakari dögum á minni ævi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Liverpool.
Guardiola var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Liverpool. vísir/getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var hæstánægður með jafnteflið við Liverpool í gær.

City, sem féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku, lenti undir í leiknum í gær en kom til baka og náði í stig gegn Rauða hernum.

„Ég er svo stoltur. Þetta er einn af einstakari dögum á minni ævi,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Dagarnir eftir að við féllum úr leik í Mestaradeildinni voru erfiðir. Við vorum niðurlútir. Liverpool hafði alla vikuna til að undirbúa sig og þeir gefast aldrei upp. Þess vegna er ég svona ánægður. Núna er ég, sem aldrei fyrr, tilbúinn að hjálpa félaginu að taka næsta skref, ef það vill halda mér,“ bætti Spánverjinn við.

Guardiola hrósaði einnig John Stones sem hefur átt misjafna leiki á sínu fyrsta tímabili hjá City.

„Ég er ánægður að hafa hann. Hann hefur verið undir mikilli pressu og fengið mikla gagnrýni. En það er ekki auðvelt að spila sem miðvörður fyrir mig. Ég vil ekki langa bolta. Ég vil að hann byggi upp sóknir,“ sagði Guardiola.

„Þrátt fyrir öll mistökin, elska ég hann.“

City er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 57 stig, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira