Innlent

Landsmönnum fjölgar um 1,8 prósent

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þann 1. janúar 2017 voru Íslendingar 338.349 talsins og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða um 1,8 prósent.
Þann 1. janúar 2017 voru Íslendingar 338.349 talsins og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða um 1,8 prósent. Vísir/Ernir

Þann 1. janúar 2017 voru Íslendingar 338.349 talsins og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða um 1,8 prósent. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru engu að síður 3.717 fleiri en konur. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 3.259 á síðasta ári eða um 1,5 prósent. Hlutfallslega var mest fóksfjölgun á Suðurnesjum, eða 6,6 prósent. Fólksfjölgun var í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum, en þaðan fluttust 13 manns, eða 0,2 prósent íbúa, í fyrra.

Kjarnafjölskyldur voru 80.638 hinn 1. janúar síðastliðinn en 79.870 ári áður. Til kjarnafjölskyldu teljast hjón og fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim 17 ára og yngri, einhleypir karlar og konur sem búa með börnum 17 ára og yngri.

Þann 1. janúar síðastliðinn voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri og fækkaði um einn milli ára. Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þéttbýli bjuggu 316.904 og fjölgaði um 5.054 milli ára. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 21.455 manns í byrjun árs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira