Lífið

Miðasala hafin á Extreme Chill-hátíðina

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Extreme Chill hátíðin hefur verið í Vík í Mýrdal, á Hellissandi og í Berlín.
Extreme Chill hátíðin hefur verið í Vík í Mýrdal, á Hellissandi og í Berlín.

Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin helgina 7.-9. júlí næstkomandi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin fer fram, en í ár verður hún haldin í Reykjavík í fyrsta sinn – í fyrrasumar var hún haldin í Vík í Mýrdal, þar á undan á Hellissandi og árið 2014 í Berlín.

„Eftir margar áskoranir ákváðum við að halda þetta í Reykjavík, fólk hefur mikið talað um það við okkur að það vanti svona viðburð í Reykjavík í júlí. Síðan er þetta líka bara til að ná sem flestum – það eru ekkert alltaf allir sem komast í ferðalag út á land. Síðan er aldrei að vita hvar við höldum hátíðina næst,“ segir Pan Thorarensen, einn aðstandenda hátíðarinnar.

Meðal þeirra sem munu koma fram í ár eru The Orb, Another Fine Day, Mixmaster Morris, Studnitzky, Yagya, Jón Ólafsson & Futuregrapher, Stereo Hypnosis,Tonik Ensemble, Jónas Sen, Mikael Lind, Skurken og fleiri.

„The Orb er eitt stærsta raftónlistarband allra tíma. Þetta er stórfrétt í raftónlistarheiminum á Íslandi,“ segir Pan um goðsagnirnar í bresku hljómsveitinni The Orb en hljómsveitina skipa þeir Alex Paterson og Jimmi Cauty. Miðasalan á hátíðina er hafin á midi.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira