Lífið

Miðasala hafin á Extreme Chill-hátíðina

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Extreme Chill hátíðin hefur verið í Vík í Mýrdal, á Hellissandi og í Berlín.
Extreme Chill hátíðin hefur verið í Vík í Mýrdal, á Hellissandi og í Berlín.

Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin helgina 7.-9. júlí næstkomandi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin fer fram, en í ár verður hún haldin í Reykjavík í fyrsta sinn – í fyrrasumar var hún haldin í Vík í Mýrdal, þar á undan á Hellissandi og árið 2014 í Berlín.

„Eftir margar áskoranir ákváðum við að halda þetta í Reykjavík, fólk hefur mikið talað um það við okkur að það vanti svona viðburð í Reykjavík í júlí. Síðan er þetta líka bara til að ná sem flestum – það eru ekkert alltaf allir sem komast í ferðalag út á land. Síðan er aldrei að vita hvar við höldum hátíðina næst,“ segir Pan Thorarensen, einn aðstandenda hátíðarinnar.

Meðal þeirra sem munu koma fram í ár eru The Orb, Another Fine Day, Mixmaster Morris, Studnitzky, Yagya, Jón Ólafsson & Futuregrapher, Stereo Hypnosis,Tonik Ensemble, Jónas Sen, Mikael Lind, Skurken og fleiri.

„The Orb er eitt stærsta raftónlistarband allra tíma. Þetta er stórfrétt í raftónlistarheiminum á Íslandi,“ segir Pan um goðsagnirnar í bresku hljómsveitinni The Orb en hljómsveitina skipa þeir Alex Paterson og Jimmi Cauty. Miðasalan á hátíðina er hafin á midi.is.Fleiri fréttir

Sjá meira